Óákveðinn greinir (indefinite article)
Óákveðinn greinir er aðeins til í eintölu og er a [] fyrir framan
samhljóða, en an [n] ef orð hefst á sérhljóða í framburði. Báðar
myndirnar eru áherslulausar, en
þegar sérstök áhersla er á greininum er a borið fram [ei] og an sem
[æn]: a boy, an apple, a useful book, a young man, an old man, an
hour, an honest man, a
one-eyed man. Now you all have got to make a [ei] real effort!
Óákveðinn greinir er notaður með nafnorðum sem geta staðið í fleirtölu
(countable nouns): a book - books.
Óákveðinn greinir er ekki notaður með óteljanlegum nafnorðum
(uncountable nouns), sem flest merkja efni eða tegund (gold, bread,
cabbage), eru safnheiti
(jewellery, machinery) eða hugmyndaheiti (luck, information). Stundum
er óákveðinn eða ákveðinn greinir hafður með orðum, sem tákna efni eða
tegund, og fá
þau þá aðra merkingu: iron = járn; an iron = straujárn.
Oft er notað some með þessum orðum í staðinn fyrir óákveðinn greini
til þess að tákna óákveðinn fjölda eða óákveðið magn: Give me some
bread.
Ákveðinn greinir (definite article)
Ákveðinn greinir er the. Hann er eins í eintölu og fleirtölu og er
borinn fram [ð] á undan samhjóða, [ði] á undan sérhljóða og [ði:] ef
sérstök áhersla er lögð á
greininn: the [ð] boy, the [ði] apple; The [ði:] (= the most
important) social event of the year was ...
Ákveðinn greinir er notaður t.d.:
þegar þeir sem talast við, vita hvað er rætt um og ekki getur leikið
neinn vafi á því hvað er til umræðu: I'll meet you at the post office,
or at the bank. I
talked to a man and his son and the man told about the new car
you had bought.
með nöfnum hafa, fjallgarða, áa og sumra landa: The Atlantic
Ocean meets the Mediterranean at Gibraltar. He has climbed in the
Alps. London is on
the Thames. He used to live in the Netherlands.
með eiginnöfnum til þess að tákna fjölskyldu eða ættbálk: The
Browns, Brown-fjölskyldan o.s.frv.
með hljóðfæraheitum: She learnt to play the flute.
með nafnorðum sem stýra of-eignarfalli: The front door of the
house is green.
Hvorki óákveðinn né ákveðinn greinir eru notaðir:
með ýmsum eiginnöfnum: John, England, Oxford Streeet.
með hugmyndaheitum, þegar þau eru í víðtækustu merkingu: He was
tired of life.
Athugið að greinir er notaður, ef merking þrengist: He wrote
a book about the life of Shakespeare.
með nöfnum máltíða: Dinner is ready.
en aftur á móti, ef merkingin þrengist: The dinner we had
together was great.
(yfirleitt) með nöfnum árstíða: He often goes skiing in (the)
winter.
en aftur á móti, ef merkingin þrengist: The
"Spanish" influenza killed a lot of people in the winter of
1918.
með nöfnum ýmissa stofnana, þegar aðalatriðið er tilgangur
þeirra: Tomorrow I'll go to school (to study). He was taken to
hospital (for treatment). He
was put in prison (as a prisoner). Last Sunday we went to church
(to worship God).
Ef greinir er notaður, er átt við byggingarnar sjálfar:
There is a big hospital next to the prison.
Kyn (gender) nafnorða
Karlkyn (masculine) og kvenkyn (feminine) er notað um karl- og
kvenkenndar persónur og verur, en hvorugkyn (neuter) er notað um alla
hluti og dýr.
Karl- og kvenkyn má hafa um dýr, þegar kynið verður ráðið af
sambandinu. Auk þess eru sum dýr oft karlkennd: lion, wolf, elephant -
og önnur kvenkennd: cat,
hare, parrot.
Um börn er auðvitað notað he eða she eftir því sem við á, en it er
notað, ef ekki sést af nafnorðinu hvort kynið er átt við: A simple
child - what should it know of
death?
She er oft notað í talmáli um skip, bíla og flugvélar, sérstaklega hjá
þeim, sem starfa við slíka hluti. Einnig er algengt að kvenkenna lönd
og borgir: The ship struck an
iceberg, which tore a huge hole in her bow. Scotland lost many of her
bravest men in two great rebellions.
Athugið að -ess er algeng kvenkynsending:actor - actress, leikkona
host - hostess, húsfreyja lion - lioness, ljónynja, master - mistress
etc.
Are You PC?
Margvísleg tæpitunga (euphemism), sem einnig kallast skrauthvörf eða
veigrun, er nú víða í tísku.
Over the last few years, it has become fashionable in American
universities to use "politically correct" language, or
"PC". Being increasingly sensitive to the risk of
offending minorities or people who are different, they have laid down
rules aimed at eliminating prejudice. However, as well as banning the
more obvious racist and
sexist insults, they have forbidden many apparently harmless terms and
created new categories such as "ageism" (discrimination
against the old or the young),
"heightism" and "weightism" (offending short or
fat people), "lookism" (the construction of a standard for
beauty) and "ableism" (discrimination against the
handicapped). Here are some examples of the words which are considered
taboo with their politically correct equivalent.
Taboo words
==>
PC words
air
steward(ess)
==>
flight attendant
black
==>
African-American
blind
==>
optically-challenged
chairman
==>
chairperson
coloured
people
==>
people of colour
disabled
==>
differently-abled
fireman
==>
firefighter
history
==>
history / herstory
Indian
==>
Native American
mankind
==>
humankind
Miss, Mrs
==>
Ms
old student
==>
non-traditional age student
small, short
==>
vertically-challenged
ugly, beautiful
==>
(No distinction should be
made)
waiter,
waitress
==>
wait-person, waitron
woman,
women
==>
wommon, womyn
You will (we hope) realize that many English speakers think that some
of these definitions are exaggerated and absurd, while others have
become standard, everyday
English.
Guess what the following might mean in simpler English:
1.Long ago in a kingdom far away, there lived a miller who was very
economically-disadvantaged.
2.The differently-statured man laughed.
3.Over the railing and onto the bridge leaped a troll - hairy,
dirt-accomplished and odor-enhanced.
4.This goat was more chronologically-advanced than the first goat.
5.Now, this witch was very kindness-impaired.
6.The tinker's wife gave birth to a fine, healthy pre-wommon.
7.The two sisters were differently-visaged enough to stop a clock.
8.The prince's friend was a large but cerebrally-contrained duke.
9.The porridge was too thermally-enhanced to eat.
10."Marvellous!" said one of the authorities, who was
serving as a spokesperson.
11.Little Red Riding Hood screamed, not out of alarm at the wolf's
apparent tendency towards cross-dressing, but because of his wilful
invasion of her personal
space.
12.Her screams were heard by a passing woodchopper-person (or
log-fuel technician as he preferred to be called).
13.In 1980 President Jimmy Carter coined the term incomplete success
to describe the raid to free the American hostages in Iran.
14."Waitron, there's a nonhuman animal in my soup!"
15.Many young people dream of becoming flight attendants.
1. poor
9. hot
2. small
10. spokesman
3. dirty and
smelly
11. transvestism
4. old (older)
12. woodsman /
woodcutter
5. wicked
13. failure
6. baby-girl
14. waiter / waitress - fly
7. ugly
15. air stewards / air
stewardesses
8. stupid
Teljanleg og óteljanleg nafnorð
Í ensku eins og í íslensku eru til tvenns konar nafnorð: nafnorð, sem
má telja (countable) og eru því til í fleirtölu: one book - two,
three, four books - og nafnorð
sem ekki má telja (uncountable) og eru því ekki til í fleirtölu:
sugar.
Einkenni teljanlegra nafnorða - grófur útdráttur:
Þessi nafnorð geta staðið í eintölu og fleirtölu. Ákveðinn og
óákveðinn greinir getur staðið fyrir framan þau og hvaða töluorð sem
er. Óákveðin fornöfn
geta líka farið á undan þeim, t.d. some, any, many, no, (a) few,
a large number of, a lot of.
Einkenni óteljanlegra nafnorða - grófur útdráttur:
Þessi nafnorð geta ekki staðið í fleirtölu og af þeim sökum fylgja
þeim alltaf sagnir í eintölu. Óákveðinn greinir og töluorð geta ekki
staðið fyrir framan
þau. Óákveðin fornöfn geta staðið fyrir framan þau, t.d. some,
any, much, no, (a) little, a large amount of, a lot of.
Sum nafnorð geta bæði verið teljanleg og óteljanleg. Yfirleitt eru
þetta nafnorð sem tákna efni eða tegund. Athugið að þá er oft um
einhvern merkingamun að ræða:
Teljanleg (með óákv.- eða ákv. gr.)
Óteljanleg (án greinis)
a glass - glasses, glös
glass, gler
an iron - irons, straujárn
iron, járn
a fish - fish(es), fiskar
fish, fiskbiti
a cake - cakes, (smá)kökur
cake, kökusneið
Þar sem óteljanleg nafnorð eru ekki alltaf þau sömu í ensku og
íslensku, verður að leggja þau á minnið. Óteljanleg nafnorð merkja
flest efni eða tegund (milk, silk,
wood), eru safnheiti (luggage, furniture) eða hugmyndaheiti (advice,
stupidity). Hér á eftir eru nokkur orð sem geta valdið erfiðleikum:
advice, ráð(leggingar)
news, fréttir
clothing, föt, flíkur
progress, framfarir
furniture, húsgögn
weather, veður
information, upplýsingar
luck, heppni
machinery, vélar
property, eign(ir)
money, peningar
jewellery, skartgripir
work, starf, vinna
The news is good today. There isn't much furniture in their new house.
This money is mine. It was such fine weather that we went for a walk.
Athugið vel að people, fólk, og police, lögregla, eru fleirtöluorð í
ensku: People are funny. The police are searching for a tall dark man
with a beard. The
police have caught the burglar. Most police wear uniforms.
Ef nauðsynlega þarf að tala um óteljankeg orð í einingum, þá er ýmsum
teljanlegum orðum skotið á undan þeim: a piece of furniture, a loaf of
bread, a bit of
advice, an act of generosity etc.
Fleirtala nafnorða
Flest nafnorð mynda fleirtölu (plural) með því að bæta s við eintöluna
(singular):
flower - flowers, blóm
note - notes, miðar
cow - cows, kýr
flea - fleas, flær
Nokkur orð sem enda á f eða fe í eintölu, breyta þessari endingu í ves
(framburður [vz]):
calf - calves, kálfar
elf - elves, álfar
half - halves, helmingar
knife - knives, hnífar
leaf - leaves, laufblöð
life - lives, líf
loaf - loaves, (heil)
brauð
shelf - shelves, hillur
thief - thieves, þjófar
wife - wives, eiginkonur
wolf - wolves, úlfar
Flest önnur orð sem enda á f eða fe í eintölu fá bara s í feirtölu:
roofs, cliffs, proofs, safes, beliefs. Nokkur orð geta haft báðar
fleirtölumyndirnar: scarfs, scarves;
wharfs, wharves; hoofs, hooves.
Á eftir blísturshljóðum (ch, s, sh, x, z) kemur es :
box - boxes, kassar
bus - buses,
strætisvagnar
church - churches,
kirkjur
wish - wishes, óskir
Ef blísturshljóð fer á undan es, þá er það borið fram [iz].
Þegar orð endar á y með undanfarandi samhljóða, breytist y í i og
bætir við sig es í fleirtölu. Ef sérhljóði (a, e, (i), o, u, (y)) fer
á undan y, verður ekki slík breyting:
family - families,
fjölskyldur
fly - flies, flugur
story - stories, sögur
lady - ladies,
(hefðar)konur
boy - boys, drengir
day - days, dagar
donkey - donkeys, asnar
guy - guys, gæjar
Flest orð sem enda á o fá es í fleirtölu:
cargo
cargoes, farmar
echo
echoes, bergmál
hero
heroes, hetjur
mosquito
mosquitoes, bitmý
negro
negroes, svertingjar
potato
potatoes, kartöflur
tomato
tomatoes, tómatar
tornado
tornadoes, fellibylir
Helstu undantekningar frá þessari reglu eru:
orð sem eru tiltölulega ný í málinu og hljóma erlend: cellos, dynamos,
pianos, photos.
orð sem enda á o með undanfarandi sérhljóða: radios, studios,
portfolios, cuckoos, bamboos.
Óregluleg fleirtala:
child - children, börn
[taild -
tildrn]
foot - feet, fætur
[fut - fi:t]
goose - geese, gæsir
[gu:s - gi:s]
louse - lice, lýs
[laus - lais]
man - men, (karl)menn
[mæn - men]
mouse - mice, mýs
[maus - mais]
ox - oxen, uxar
[ks - ksn]
tooth - teeth, tennur
[tu: - ti:]
woman - women, kvenmenn
[wumn -
wimin]
Sum orð eru eins eins í eintölu og fleirtölu eins og t.d. mörg heiti á
fiskitegundum og veiðidýrum, líka þjóðaheiti sem enda á ese:
Chinese
Chinese,
Kínverjar
sheep
sheep, kindur
swine
swine, svín
aircraft
aircraft, flugvélar
Swiss
Swiss,
Svisslendingar
salmon
salmon, laxar
deer
deer, dádýr
quid
quid, £, pund
(talmál)
Nokkur orð hafa tvenns konar fleirtölu með tveim ólíkum merkingum:
brother
brothers,
bræður
brethren,
trúbræður: All Christians are brethren (óeiginleg
merking).
cloth
cloths [kls],
dúkar, tuskur
clothes
[klouðz],
föt
penny
pennies,
peningarnir sjálfir, myntin
pence,
verðgildið: This costs fivepence.
fish
fishes,
fiskar (mismunandi),fisktegundir
fish,
fiskar (sömu tegundar)
Nokkur orð fá aukamerkingu í fleirtölu:
custom, venja
customs, venjur
customs, tollur, tollar
pain, verkur
pains, verkir, kvalir
pains, fyrirhöfn
arm, handleggur
arms, handleggir
arms, vopn
Nokkur (latnesk og grísk) nafnorð halda sinni erlendu fleirtölu:
datum
data, staðreyndir
crisis
crises [kraisi:z], tímamót,
hættuástand
radius
radii [reidiai], radíusar
Nokkur (latnesk og grísk) nafnorð halda bæði sinni erlendu fleirtölu
og mynda fleirtölu með (e)s, en merkingarnar eru þá mismunandi:
formula
formulae,
stærðfræði- eða efnafræðiformúlur
formulas,
ákveðnar reglur, forskriftir, fomálar
index
indeces,
stærðfræðitákn
indexes,
efnisyfirlit, leiðavísar, registur
medium
media,
miðja, meðalvegur, leið, (fjöl)miðill
mediums,
miðlar (sem taldir eru ná sambandi við framliðna
í dásvefni)
Mörg orð eru eingöngu notuð í fleirtölu og með sögn í fleirtölu:
belongings, eigur, munir
goods, vörur
outskirts, útjaðar
remains, leifar
surroundings, umhverfi
thanks, þakkir
People í merkingunni fólk er skoðað sem fleirtala: The people in the
village like the new doctor.
A people, þjóð, er eintala. - peoples, þjóðir, er fleirtala: The
Chinese are a hard-working people.The peoples of Africa are both
black, white and yellow.
Samsett orð fá yfirleitt fleirtöluendingu á aðallið:
mother-in-law
mothers-in-law, tengdamæður
passer-by
passers-by, vegfarendur (þeir sem fara hjá)
toothbrush
toothbrushes, tannburstar
Örsjaldan kemur fleirtöluending á báða liðina:
woman-driver
women-drivers, kvenökumenn
man-servant
men-servants, þjónar,vinnumenn
Ef fyrri liður samsetts orðs er töluorð, þá er nafnorðið í seinni
liðnum alltaf í eintölu. Þetta gildir þegar samsetta orðið er
hliðstætt en ekki þegar það er sérstætt:
Hliðstæð orð
Sérstæð orð
a five-pound note, fimm punda
seðill
The book costs five pounds.
a ten-foot pole, tíu feta stöng
The pole was ten feet long.
a fourteen-year old boy, fjórtán
ára piltur
He was fourteen years old.
a two-inch hole, tveggja
þumlunga gat
The hole was two inches wide.
a twelve-man jury, tólf manna
kviðdómur
A jury is usually twelve men (people)
chosen to decide questions of fact in a
court of law.
Fleirtala einstakra bókstafa eða skammstafana hefur kommu fyrir framan
fleirtölu-s-ið:
an M.P.
M.P.'s (Members of Parliament, þingmenn)
a P.O.W.
P.O.W.'s (prisoners of war, stríðsfangar)
Fleirtala er notuð meira í ensku en íslensku og er alltaf höfð, þegar
frumlagið er í fleirtölu:
He opened his mouth, hann opnaði munninn.
They opened their mouths, þeir opnuðu munninn.
twenty-one days, tuttugu og einn dagur
Eignarfall (possessive form or genitive)
Eignarfall í ensku er myndað annaðhvort með forsetningunni of eða með
eignarfallsendingunni 's og ' (aðeins eignarfallskommu).
S-eignarfall er aðallega notað um lifandi verur (persónur og dýr): the
boy's shoes - the dog's tail - Mary's lipstick.
S-eignarfall er notað í vissum orðasamböndum, sem mörg tákna tíma
og vegalengd: an hour's wait - a stone's throw - for mercy's sake.
S-eignarfall er líka notað með nöfnum á stofnunum, borgum og
löndum: St. Paul's - London's history - America's foreign policy.
Of-eignarfall er algengara en s-eignarfall. Það má nota um flest,
einnig persónur og dýr, en of-eignarfall er algengast, þegar um er að
ræða hluti, hugmyndaheiti yfirleitt
og efna- eða tegundaheiti: the legs of the table - the progress of the
human race - the colour of gold.
Ákveðinn greinir the er yfirleitt notaður fyrir framan nafnorð sem
stýra of-eignarfalli: the author of the book, höfundur bókarinnar.
Hvar setjum við kommuna (the apostrophe) í s-eignarfalli?
Í eignarfalli fleirtölu þeirra nafnorða, sem mynda fleirtölu með (e)s
kemur komman á eftir s-inu, annars kemur hún á undan því:
the baby's
hands
the babies'
hands
the bird's
wings
the birds'
wings
the man's legs
the men's legs
Í samsettum orðum og hópheitum kemur s-eignarfall aftast: my
sister-in-law's birthday - Romeo and Juliet's love.
Þegar 's er bætt við orð, sem endar á blísturshljóði, þá er
s-eignarfallið borið fram sem sérstakt atkvæði [iz]: George's car -
someone else's house - the fox's hole.
Sérkennilegt fyrir enskuna er tvöfalt eignarfall, of-eignarfall með
s-eignarfalli (eða eignarfornafni), ef á undan fer óákveðinn greinir,
óákveðið fornafn,
ábendingarfornafn eða töluorð. Aldrei er ákveðinn greinir notaður á
undan slíkum samböndum: a friend of my sister's (:one of my sister's
friends).
erk þetta má eigi afrita með neinum hætti. Svo sem ljósmyndun,
prentun, hljóðritun eða á annan
sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar.